Skilti avaxtam

Ávaxtamauk sýning Péturs Magnússonar

Það er okkur heiður að tilkynna sýningu fyrsta Sumarlistamannsins í Einkasafninu 2022. Pétur Magnússon opnar sýningu sýna Ávaxtamauk kl 15.00 á laugadaginn. Myndirnar með færslunni eru teknar af Pétri og sýna verk í vinnslu, á einni sést aðstoðarmaður Péturs, Vera Pétursdóttir. - We are honored to announce the exhibition of the first Summer Artist at the Personal collection 2022. Pétur Magnússon opens his exhibition Ávaxtamauk at 15.00 on Saturday. The photos with the post where taken by Pétur and show works in progress, on one of them Pétur's assistant, Vera Pétursdóttir. Pétur Magnússon fæddist í Reykjavík árið 1958. Eftir menntaskóla fór hann í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og síðan á Accademia delle belle Arti Bologna og að lokum í Rijksakademie van Beeldende Kunsten í Amsterdam. Hann var búsettur í Amsterdam til ársins 2003, en flutti þá til Íslands. Í Hollandi tók hann þátt í stofnun listaverkabókabúðarinnar Boekie Woekie sem jafnframt er gallerí og útgefandi. Hann starfaði með fyrirtækinu fyrstu árin. Pétur lærði málun á Ítalíu og grafík í Hollandi. Með tímanum hefur hann fært sig yfir í ljósmyndir og skúlptúr, oft lágmyndir. Verk hans láta reyna á skynjunina og ögra henni meðan þau bjóða upp á nýja möguleika til að skynja umhverfið. Efni og fjarvídd spila oft stórt hlutverk í að eiga við umhverfið á heimspekilegan og skoplegan máta. Pétur er fyrsti gestur Einkasafnsins sumarið 2022 . www.peturmagnusson.is er vefsíða Péturs. Sýningarstjóri er Aðalsteinn Þórsson. Sumarlistamenn Einkasafnins: Þriðja sumarið í röð býður Einkasafnið-umhverfislistaverk upp á sýningarröð listafólks sem hefur dvalið í safninu og sýnt afrakstur vinnu sinnar í safnhúsinu og umhverfis það. Listafólkið hefur unnið út frá þeim áhrifum sem það varð fyrir meðan á dvölini stóð. Pétur Magnússon er sjötti listamaðurinn sem sýnir í safninu. Á undan honum hafa listamennirnir: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Arna G. Valsdóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Joris Rademaker og Kristín Reynisdóttir dvalið og sýnt í safninu. Einkasafnið er sýningastaður í gróðurvin í lækjardragi með skoppandi læk, 10 km sunnan Akureyrar. Þar er boðið upp á einveru og takmarkuð þægindi í litlu húsi. Einkasafnið er verkefni myndlistamannsinns Aðalsteins Þórssonar. Það hýsir safn Aðalsteins „á því sem verður eftir“ af eigin neyslu. Með því er reynt að gefa eins heillega mynd af fyrirferð einstaklingsins í umhverfinu og hægt er. Leitast er við að það sé sjálfbær eining hvað varðar orkuöflun og meðferð úrgangs. Með það að markmiði að vera í jafnvægi við náttúru og umhverfi. Söfnunin hófst 2001, Safnið hefur verið í núverandi húsnæði frá 2018. Sýningin er opin helgarnar 18. - 19. og 25. - 26. júní. Einkasafnið stendur við syðri enda þjóðvegar 822 Kristnesvegar uþb. 10 km sunnan Akureyrar. Vefsíða: www.steini.art Verkefnið er styrkt af SSNE og Menningarnefnd Eyjafjarðarsveitar.

Avaxtam3vera
Avaxtam2
Avaxtam1