Freyja Reynisdóttir sýndi í Einkasafninu frá 27. júlí til 4. ágúst 2024. Hér fylgir texti sýningarinnar og myndir: Freyja Reynisdóttir (f. 1989) býr og starfar á Akureyri. Hún útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2014 og með meistaragráðu í frjálsum listum frá Listaháskóla Íslands 2022. www.freyjareynisdottir.com Listferill Freyju hófst með rannsóknum á hlutgerð ó-hluta og hefur einkennst af tilraunum í gegnum ýmsa miðla, allt frá gjörningum og myndbandsinnsetningum til fígúratífra sjálfsmynda. Róandi pastel grunnar brotnir upp með háværum bláum, gulum og rauðum, framsett með „minna er meira“ að leiðarljósi gera listsköpun Freyju Reynisdóttur aðlaðandi og forvitnilega í senn. Efnisval Freyju er fjölbreytt en hún hefur reynst óhrædd við að læra og kanna mismunandi samsetningar efna til að ná fram tilætlaðri útkomu. Samansoðið glerborð og önnur verk úr járni sem var hluti útskriftarsýningar hennar úr LHÍ, „SEARCHING“ ber þess vitni. Fagurfræði verkanna segir þó einungis hálfa söguna. Sýningar hennar eru ekki aðeins framsetningar sem notalegar eru að horfa á - þó að innsetning Freyju á sýningunni „GERÐUResque“ í Gerðarsafni árið 2021 hafi vissulega verið undantekning þar á, enda var titill verksins bókstaflega „eitthvað til að horfa á“. Þess í stað tekur hún þátttöku-nálgun í list sinni þar sem markmiðið er að skapa umgjörð utan um mögulegt samtal milli sýningargesta og verkanna sem standa til sýnis. Hún sækist eftir að stilla fram spurningum í stað svara og hvetur þannig til upplifunar, án þess að stjórna því hver hún er eða „á að vera“. Verk Freyju á undanförnum sýningum hafa ekki aðeins verið í samtali við sýningargesti, heldur einnig við rýmin sem þau hafa verið staðsett í. Hvort heldur með vísbendingum sem beina þátttakendum í einhverja átt sem talist getur verið sú „rétta“ frá einu verki til hins næsta, verk séð úr mismunandi sjónarhornum innan rýmisins eða speglun, tekst Freyju að skapa kraftmikið samspil verka, gesta og rýmis. - Freyja Reynisdóttir exhibited at the Personal Collection from July 27 to August 4, 2024. Here is the text of the exhibition and pictures: Freyja Reynisdóttir (1989) lives and works in Akureyri, Iceland. She graduated from Akureyri School of Visual Arts in 2014 and holds a Masters degree from the Icelandic University of the Arts, 2022. Soothing pastel pinks broken up with loud blues, yellow and reds, presented in a less is more fashion, make Freyja Reynisdóttir’s art both enticing and visually pleasing. Throughout her artistic career, which began with an investigation of the thing-ness of no-things, she has experimented through various mediums, ranging from performative works and video installations to figurative self-portraits. Freyja’s choice of materials is equally varied, as she has shown herself to be unafraid of exploring different building techniques and compositions to achieve her desired outcomes. The welded steel and glass table presented at her solo graduation show, SEARCHING, a noteworthy example. The aesthetic of Freyja’s work, however, only tells half the story. Her exhibitions aren’t simply a presentation of something pleasant to look at - barring perhaps the work in the show “GERÐUResque” from 2021, which was literally titled “something to look at”. Instead, she takes on an inviting/ participatory approach to art, aiming to create an opportunity for dialogue between exhibition guests and the work presented. Set the stage, if you will...and leave it at that. Asking questions about the function or purpose of the work instead of giving answers - that way, instigating the experience, rather than dictating how it plays out. The work presented in recent exhibitions have been in dialogue not only with guests, but also with the space they are situated in. Whether through clues directing quests in the “correct” direction, works depicting a scene to be experienced from different viewpoints within the space, or use of reflective material, Freyja succeeds in creating a dynamic interplay. Being curious about some imagined result/rules or purpose to the scene presented to viewers, she blurres the lines between subject and object, hoping to deliver a playful immersive experience.