Aðalsteinn Þórsson og er fæddur 20. október 1964 á Kristnesi í Eyjafirði. Hann er þar uppalinn og býr nú aftur síðan á vordögum 2016. Formlegt listnám hóf Aðalsteinn í kringum tvítugt, haustið 1989 hóf hann svo fullt nám í Myndlistaskólanum á Akureyri. Síðan hefur ekki verið aftur snúið við listsköpunina. Hann fór í framhaldsnám í Finnlandi og seinna í Hollandi þar sem hann lauk MFA námi frá Dutch Artinstitute, ArtEz, þá Aki2 í borginni Enchede. Í Hollandi bjó Aðalsteinn og starfaði til ársins 2016. Önnur verk og verkefni en Einkasafnið hafa líka raungerst og munu áfram verða gerð. Hér undir má sjá ferilskrá og myndir af verkum.