Vef 9076

Kristín Reynisdóttir vinnur að sýningu

Það er mað mikilli eftirvæntingu sem við birtum þessar myndir af sýningarundirbúning, vegna sýningar Kristínar Reynisdóttur sem opnar á næstkomandi laugardag kl. 14. - It is with great anticipation that we publish these photos showing Kristín Reynisdóttir preparing her exhibition, which opens next Saturday at 14. Fréttatilkynning vegna sýningarinnar: Einkasafnið Eyjafjarðarsveit. Kristín Reynisdóttir HEIÐSKÝRT Myndlistarmaðurinn Kristín Reynisdóttir opnar sýningu á nýjum verkum sem hún hefur unnið inn í umhverfið í og við Einkasafninið í Eyjafjarðarsveit. Sýninguna nefnir hún Heiðskýrt og opnar hún næstkomandi laugardag kl. 14. Sýningin verður opin helgarnar 24. - 25. júlí og 31. júlí - 1. ágúst. frá 14 -17. Kristín Reynisdóttir (1961) hefur frá miðjum níunda áratugnum verið atkvæðamikill myndlistamaður, með margar einkasýningar á sínu nafni auk þess að hafa átt verk á fjölmörgum samsýningum, bæði hér heima og erlendis. Hún lauk námi frá Akademie der Bildenden kunste, Düsseldorf í Þýskalandi 1989, eftir að hafa lokið námi við Myndlista og Handíðaskóla Íslands. Verk Kristínar eru gjarnan innsetningar í rými, sem gera hvort tveggja; að ávarpa þann sérstaka stað sem þau eru sett inn í og velta upp sammannlegum þáttum með tilvísanir í upplifanir og tilfinningar. Sýningarstjóri er Aðalsteinn Þórsson. Sumarlistamenn í Einkasafninu. Sumarið 2020 hófst sýningarröð listafólks sem hefur verið boðið til dvalar í safninu og sýnt afrakstur vinnu sinnar í safnhúsinu og umhverfis það. Listafólkið hefur unnið ú frá þeim áhrifum sem það hefur orðið fyrir meðan á dvölini stendur. Sýning Kristínar Reynisdóttur er fimmta sýning þessara sumarlistamanna. Á undan henni hafa myndlistamennirnir Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Arna G. Valsdóttir, Hrafnkell Sigurðsson og Joris Rademaker dvalið og sýnt í safninu. Einkasafnið er sýningastaður í gróðurvin í lækjardragi með skoppandi læk, 10 km sunnan Akureyrar. Þar er boðið upp á einveru og takmarkuð þægindi í litlu húsi. Einkasafnið er verkefni myndlistamannsinns Aðalsteins Þórssonar. Það hýsir safn Aðalsteins „á því sem verður eftir“ af eigin neyslu. Með því er reynt að gefa eins heillega mynd af fyrirferð einstaklingsins í umhverfinu og hægt er. Leitast er við að það sé sjálfbær eining hvað varðar orkuöflun og meðferð úrgangs. Með það að markmiði að vera í jafnvægi við náttúru og umhverfi. Söfnunin hófst 2001, Safnið hefur verið í núverandi húsnæði frá 2018. Einkasafnið stendur við syðri enda þjóðvegs 822 Kristnesvegar uþb. 10 km sunnan Akureyrar. Vefsíða: www.steini.art

Vef Krist R 3
Vef 6476
Vef Krist R 2
Vef krist1