Sumarið 2025 tók ég þátt í þrem sýningum. Á veggnum í Dyngjunni-listhúsi var sýning á mínum verkum í júlí hana nefndi ég Fjallið Kreling séð frá Fuijan héraði. Nafngiftin vísaði til þess að allar myndirrnar á sýningunni voru málaðar í Fuijan héraði í Kína í listamannadvöl minni Hjá The Chinese European Art Center frá janúar til maí 2025, í borginni Xiamen. Hin sýningin er Já já, samsýning félaga í Myndlistarfélaginu á Akureyri sem opnað í sal félagsins Mjólkurbúðinni 29. ágúst síðastliðin. Sýningin flutti síðan í Gallerí Havnará í Þórshöfn í Færeyjum og stóð frá 13. til 21. september. Mín tvö verk á þessari sýningu voru sömuleiðis máluð í Xiamen. Verkin eru blek og vatnslitir á kínverskan pappír. Með fylgjandi er sýningar texti vegna sýningarinnar í Dyngjunni og undir myndir af sýningunni Fjallið Kreling séð frá Fuijan héraði og loks myndirnar tvær sem voru á Já já sýningu Myndlistarfélagsins, Framtíðarmyndir úr Einkasafninu.
Á sýningu sinni í Dyngjunni sýnir Aðalsteinn þrjár blek og vatnslita myndir af fjallinu Kerlingu séða frá Fuijan héraði í Kína. Þessar myndir vann Aðalsteinn eftir minni á meðan vinnustofudvöl hans og Örnu Guðnýjar Valsdóttur í borginni Xiamen í Fujian héraði í Kína stóð, frá miðjum janúar fram í miðjan maí nýliðinn. Myndirnar vann hann með hefðbundnum kínverskum aðferðum eftir því sem honum var unnt sem listamaður þjálfaður eftir vestrænni myndlistar hefð. Kínversk landslagshefð er ólík þeirri vestrænu og snýst ekki um að koma frá sér sem raunverulegastri mynd af landslaginu, heldur tjáningu þess á pappírinn. Myndin er upplifun listamannsins á landslaginu, það sama gildir um þessar myndir Aðalsteins af Kerlingu. Auk þessarar litlu seríu verða aðrar myndir frá dvölinni í Kína sýndar, málaðar með sömu aðferð. Fjallið Kerling, sem fram hornið á gnæfir fyrir yfir vestan Dyngjunnar, er vanmetið fjall í fjalla metingi íslendinga. Hún er 1542. metra há yfir sjávarmáli og er eina fjallið yfir 1500 metrum á landinu sem rís beint af láglendi. Kerling er tignarleg en hennar er gætt af myndarlegum nágrönnum og þannig heldur hún tign sinni leyndri nema frá vissum sjónarhornum og þá er sjón að sjá. Aðalsteinn horfði á Kerlingu heiman frá sér í æsku en sá aðeins hluta hennar, því séð út um eldhúsgluggann í Kristnesi þar sem hann er borinn og barnfæddur, bar Bóndann hærra við himinn þótt hann sé tæpum tvöhundruð metrum lægri.
In the summer of 2025 I participated in three exhibitions. The Wall at Dyngjann Art House had exhibition of my works in July which I named Mt. Kreling seen from Fujian Province. The name referred to the fact that all the paintings in the exhibition were painted in Fujian Province in China during my artist residency at The Chinese European Art Center from January until May 2025, in the city of Xiamen. The other exhibition is Já já, a group exhibition of members of the Akureyri Art Society which opened in the societies hall Mjólkurbúðin on August 29th. The exhibition then moved to Gallery Havnará in Thorshavn in the Faroe Islands and ran from September 13th to 21st. My two works in this exhibition were also painted in Xiamen. All the works are ink and watercolor on Chinese paper. Below are photos from the exhibition Mt. Kreling seen from the Fujian region and finally the two works that were in the Já já exhibition of the Art Society, Future Picture from the Personal Collection.




