Allar myndir með þessri færslu eru frá sýningunni Game-far í Brúnir-Horse sem stóð frá 8 apríl - 7. maí 2023. Í Listaskálanum voru sýndar myndir gerðar á undanförnum tveim árum. Verkin á pappír, bæði akríl og pastel eru frá 2022. Málverkin á dúk eru hinsvegar öll frá þessu ári. Tvö verk eru eldri, pastel verkið með geimförunum frá 2011 og stóra landslagsverkið olíulitur á harðborð er frá 2007. Síðasta myndin með færslunni er hinsvegar úr kaffihúsinu, þar voru sýndar minni náttúrulífsmyndir unnar á síðustu fimmtán árum. Hugleiðing listamannsins um sýninguna: Það er meiningin að þessi verk sýni ákveðna samfellu í sköpun minni. Engu að síður er mikill munur á myndheimi þeirra elstu og þeirra yngri. Þannig komu t.d. óforvarindis flugvélar inn í seríu sem ég var að vinna að í fyrra vor. Þær hafa ekki farið aftur, en eru þetta flugvélar? Ég var frekar illa stemdur þarna í endann á faraldri og stríðið í Úkraínu. Þetta voru ekki per se vélar framfara og fegurðar sem komu á pappírinn. Burt séð frá stríði, hversu jákvæðum augum eigum við að líta þessi farartæki í heimi hnattrænnar hlýninar af völdum alls brunans síðustu öldina og kannski heldur lengur? Við brennum samt áfram sem aldrei fyrr. Því við erum börn leiksins, dýr þægindanna. Ég býð Game-far á dúk. Titilinn vísar til margræðs veruleika verkanna í margræðum veruleika samtímans. - All photos with this entry are from the exhibition Game-fara in Brúnir-Horse, which ran from April 8 - May 7, 2023. In the Art Pavilion, pictures made in the past two years were shown. The works on paper, both acrylic and pastel are from 2022. The paintings on canvas, are however all from this year. Two works are older, the pastel work with the astronauts from 2011 and the large landscape work oil color on hardboard is from 2007. The last picture with the post is from the cafe, where smaller nature-works, made in the last fifteen years were shown.