Vef 6065

Sýningar í Einkasafninu í sumar.

Það er með ánægju að við tilkynnum um heimsóknir tveggja listamanna í Einkasafnið í sumar það eru þau Joris Rademaker og Kristín Reynisdóttir. Joris Ríður á vaðið og opnar sína sýningu 19. júní og opnun hjá Kristínu verður 24. júlí. Báðir listamennirnir munu mæta til okkar að vinna að sýningunum tíu dögum fyrir opnun. Sýningarnar verða opnar tvær helgar. -Joris Rademaker (f.1958) stundaði kennaranám (1977-83) og myndlistarnám (1983-86). Hann flutti til Íslands 1991 og hefur haldið fjölmargar einkasýningar á Íslandi, í Hollandi, og í Þýskalandi. Einnig hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga m.a. sýningunni Takmarkanir í Listasafninu á Akureyri í sumar. - Kristín Reynisdóttir (1961) stundaði nám sitt, fyrst við Myndlista- og handíðaskóla Íslands (1983-1987) og síðan við Staatlische Kunstakademie Düsseldorf í Þýskalandi (1987-1989). Verk Kristínar eru gjarnan innsetningar í rými, sem gera hvort tveggja; að ávarpa þann sérstaka stað sem þau eru sett inn í og velta upp sammannlegum þáttum með tilvísanir í upplifanir og tilfinningar. - It is with pleasure that we announce the visits of two artists to the Personal Collection this summer, Joris Rademaker and Kristín Reynisdóttir. Joris takes the plunge and opens his exhibition on 19 June and Kristín's opening will be on 24 July. Both artists will join us at Einkasafnið to work on the exhibitions ten days before each opening. The each exhibitions will be open two weekends. -Joris Rademaker (b. 1958) studied teaching (1977-83) and art (1983-86). He moved to Iceland in 1991 and has held numerous solo exhibitions in Iceland, the Netherlands, and in Germany. He has also participated in a number of group exhibitions, e.g. the exhibition Restrictions at the Art Museum in Akureyri this summer. - Kristín Reynisdóttir (1961) studied first at the Icelandic School of Fine Arts and Crafts (1983-1987) and then at the Staatlische Kunstakademie Düsseldorf in Germany (1987-1989). Kristín's works are often installations in space, which do both; to address the specific place in which they are placed and reflect on commonalities with references to experiences and feelings.

Joris
Kristín2

Joris Rademaker og Kristín Reynisdóttir.