Vefaugl brunir

Myndlistarsýning Aðalsteins Þórssonar

Laugardaginn 8. apríl kl. 15, opnar Aðalsteinn Þórsson sýningu á myndlistarverkum sínum í Brúnir Horse Gallery að brúnum í Eyjafirði. Sýninguna nefnir hann Game-far í Brúnir-horse. Titilinn vísar til margræðs veruleik verkanna í margræðum veruleik samtímans. Verkin eru öll tvívíð unnin með olíulit akríl eða pastel á pappír hardbord eða dúk, í ýmsum stærðum. Þannig er stærsta verkið yfir þrír metrar á lengd en það minnsta u.þ.b. þrír desimetrar. Flest eru verkin frá ´22 og ´23, en nokkur eru eldri, það elsta frá 2006. „Það er meiningin að þessi verk sýni ákveðna samfellu í sköpun minni. Engu að síður er mikill munur á myndheimi þeirra elstu og þeirra yngri. Þannig komu t.d. óforvarindis flugvélar inn í seríu sem ég var að vinna að í fyrra vor. Þær hafa ekki farið aftur en eru þetta flugvélar? Ég var frekar illa stemdur þarna í endann á faraldri og með stríð í Úkraínu. Þetta voru ekki per se vélar framfara. Burt séð frá stríði, hversu jákvæðum augum eigum við að líta þessi farartæki í heimi hnattrænnar hlýninar af völdum alls brunans síðustu öldina og kannski heldur lengur? Við brennum samt áfram sem aldrei fyrr. Því við erum börn leiksins, dýr þægindanna. Ég býð Game-far á dúk“ :) Segir Aðalsteinn. Sýningin er opin frá 14 - 17, 9. apríl páskadag og helgina 22. og 23. apríl. https://www.brunirhorse.is/art-gallery/ er vefsíða Brúnir Horse.

Vef 8718
Vef 8717