Fréttatilkynning vegna sýningarinnar: Dagana 6. til 17. nóvember má sjá, inn um glugga Mjólkurbúðarinnar í Listagilinu á Akureyri, myndlistarmanninn Aðalstein Þórsson mála sjö málverk. Listamaðurinn byrjar með sex dúka hvern í einum lit regnbogans auk eins hálfkláraðs málverks. Á sýningartímanum verða dúkarnir málaðir auk hálfkláraða málverksins. Þatta verður verknaður án frekari undirbúnings. Þarna stendur listamaðurinn fyrir verkinu í augnsjá þeirra sem leið eiga framhjá sýningarsalnum. Er þetta list í sköpun eða er þetta mögulega örvæntingarfullur gjörningur afvegaleidds einstaklings? Auk þess að horfa á gjörninginn í gegnum hina frábæru glugga Mjólkurbúðarinnar dag sem nótt verður hægt að heimsækja sýninguna þegar listamaðurinn er að störfum. Að lokum býður Aðalsteinn gestum í sýningarslútt sunnudaginn 16. nóvember frá 15.00 - 17.00.
Press release for the exhibition: From November 6th to 17th. Through the windows of the Milk Shop Gallery (Mjólkurbúðin) in the Art-Valley in Akureyri, you can see the artist Aðalsteinn Þórsson paint seven paintings. The artist starts with six canvases each in one color of the rainbow plus one half-finished painting. During the exhibition, the canvases will be painted plus finishing the half-finished painting. This will be done without further preparation. The artist stands before the work in the eyes of those passing by the exhibition hall. Is this art in creation or is this possibly a desperate act of a misguided individual? In addition to watching the performance through the wonderful windows of the Milk Shop day and night, it will be possible to visit the exhibition when the artist is at work. Finally, Aðalsteinn invites guests to the exhibition closing on Sunday, November 16th from 3:00 PM - 5:00 PM.
Á eftirfarandi slóð má sjá video um verkefnið. https://vimeo.com/manage/videos/1141805707
At this address you can see a video about the project, https://vimeo.com/manage/videos/1141805707