Prof 0262

Aðalsteinn Þórsson - sýningahald og viðburðastjórnun 2024

Árið 2024 var nokkuð viðburðaríkt hvað varðar sýningahald og viðburðastjórnun. Hér verða taldar þær sýningar sem ég tók sjálfur þátt í hvort sem það eru einkasýningar eða með fleiri sýnendum. Myndlistarmaður hlýtur að spyrja sig hvort það sé mögulega verið að vasast í of mörgu fyrir enstakling komin af miðjum aldri sem er í launavinnu að auki. Væri ef til vill betra að ástunda eigin list meir og minnka stússið í öðru? - Fyrsta sýning ársins Pappírspokar og persónulegt hreinlæti opnaði þann 28. mars í Mjólkurbúðinni á Akureyri og stóð til 7. apríl. - Örlítið neðar í Kaupvangsstrætinu er Kaktus til húsa, þar var opnuð sýningin Myndir án tilgangs, eða Í samtímalist er allt mögulegt nema að efast, þann 19. apríl og stóð hún eina helgi. - Fyrstu helgina í júní opnaði Heimalingar V - Huliðsheimar. Útilistasýning norðlenskra listamanna við Dyngjuna listhús í Eyjafjarðarsveit, með þáttöku á þriðja tug myndlistarmanna. Fyrir þá sýningu sem sem var opin í allt sumar gerði ég nýtt verk. - Ég var svo sýningarstjóri og altmugligmann fyrir sýninguna Hvalreki í Deiglu, sem stóð 6. - 9. júní Þar áttu verk ásamt mér þau: Arna G. Valsdóttir, Hjördís Frímann, Jonna, Joris Rademaker, Kristján Helgason og Ólafur Sveinsson. - BraiNrock í Tanknum á Djúpavogi var 13. - 14. júlí. Á veggi tanksins var varpað nokkrum myndböndum frá svokölluðum Brainrock-setum frá árunum 1997-8. Fyrir sýninguna voru þessi verk sem upphaflega voru varðveitt á S-VHS gerð sýningarhæf fyrir tækni dagsins í dag. - 60 ára afmælishelgin opnaði með þáttökugjörningnum Tíu x sex, í Deiglunni sal Gilfélagsins, að kvöldi 18. október og hélt svo áfram laugardag og sunnudag með sýningunni Sextugur myndverkamaður, sem að uppistöðu var verkið úr gjörningnum Tíu x sex dregið upp á veggi Deiglunnar. - Á tímabilinu 17. júní til 4. ágúst tók ég á móti tveim Sumarlistamönnum í Einkasafninu, þeim Brák Jónsdóttur og Freyju Reynisdóttur og leiddi í gegn um sína vinnu og sýningar. Nánar um það í fyrri færslu: https://steini.art/blog/sumarlistamenn-einkasafnsins-2024 - Auk þessa tók ég þátt í þrem samsýningum á vegum Myndlistarfélagsins á Akureyri á árinu: Forðabúr hjartans, sem opnaði 4. maí í Hofi, Remedía, opnaði 30. ágúst í Mjólkurbúðinni sal Myndlistarfélagsins og Korter í jól, sem opnaði 13. desember og stóð út mánuðinn einnig í Mjólkurbúðinni, við hana hjálpaði ég við uppsetningu.

The year 2024 was quite eventful in terms of exhibitions and event management. Here I will only count the exhibitions that I, my self participated in, whether that are solo exhibitions or with more exhibitors. One could ask oneself if this might be too many things to be occupied with as an after middle-aged person who is in paid job as well. Would it perhaps be better to give more of one's own time to one's own art and reduce the time that goes in to other things? - The first exhibition of the year, Paper Bags and Personal Hygiene, opened on March 28th in Mjólkurbúðin in Akureyri and lasted until April 7th. - A little further down Kaupvangsstræti is art space Kaktus, where the exhibition Images without Purpose, or In Contemporary Art Anything Is Possible Except Doubting, it opened on April 19th and lasted for the following weekend. - On the first weekend in June, Heimalingar V - Incognito, opened. An outdoor art exhibition of northern artists at Dyngjan - Kunst-huis in Eyjafjarðarsveit, with the participation of thirty artists. For the exhibition that was open all summer I made a new piece. - I was then the curator and the all-round helper for the exhibition Beached Whale in Deigla, which took place June 6th - 9th. With the following artists: Arna G. Valsdóttir, Hjördís Frímann, Jonna, Joris Rademaker, Kristján Helgason and Ólafur Sveinsson and me at Deiglan multy purpose hall in Akureyri. - BraiNrock in Tankurinn in Djúpivogur was July 13th - 14th. In The Tank, several videos from so-called Brainrock sessions from the years 1997-8 were projected. For the exhibition, these works that were originally preserved on S-VHS were made exhibitable for today's technology. - The 60th anniversary weekend opened with the participatory performance Ten x Six in Deiglan, the hall of the Gil Society, on the evening of October 18th and continued Saturday and Sunday with a exhibition Sixty Years of a Visual Worker, where the work from the performance Ten x Six, made up the main part. - During the period June 17th to August 4th, I welcomed two Summer Artists to the Personal Collection, Brák Jónsdóttir and Freyja Reynisdóttir, guided them through their work and exhibitions. More on that in a previous post: https://steini.art/blog/sumarlistamenn-einkasafnsins-2024 - In addition to this, I participated in three group exhibitions organized by the Visual Art Society in Akureyri during the year: The Storehouse of the heart, which opened on May 4th in HOF, Remedía, opened on August 30th in the Dairy Shop, the hall of the Visual Art Society and Quarter to Christmas, which opened on December 13th and lasted the rest of the month also in the Dairy Shop, on that one I worked quite a bit on the exhibition setup.

> Pappírspokar og persónulegt hreinlæti <

Vef1
Vef7

>Myndir án tilgangs, eða Í samtímalist er allt mögulegt (nema að efast) <

Vef 9857
Vef 9865

> Heimalingar V - Huliðsheimar <

Vef gate II

> BrainRock <

Vef 162152
Vef 0280

> Sextugur myndverkamaður og Tíu x sex, þáttökugjörningur <

Vef 175100
Vef 0577