Vef 4711

Aftur á akurinn

Listamennirnir Aðalheiður S. Eisteinsdóttir, Arna G. Valsdóttir og Hrafnkell Sigurðsson hafa dvalið og sýnt í Einkasafninu í sumar. Arna opnaði sína sýningu 27. júní og núna á sunnudaginn var, var síðasti sýningardagur Aðalheiðar Eysteinsdóttur. Þetta var dálítið span allt saman, en sérlega ánæjulegt. Aðalsteinn safnstjóri Einkasafnsins Þórsson opnaði svo ásamt Joris Rademaker og Þóru Sólveigu Bergsteinsdóttur sýninguna „Snertur af náttúrunni / Touch of nature“ í Segli 67 á Siglufirði um verslunarmannahelgina. Sú sýning stendur til 16. ágúst. Hér er svo nýtt videó á Vímeo sem sýnir gjörninginn RIS sem framkvæmdur var á A! gjörningahátíð 12. október í fyrra. https://vimeo.com/steinithorsson. Myndbandið er hluti af verki Aðalsteins á sýningunni í Segli 67. Hér eru svo nokkrar ljósmyndir af grunnstarfsemi Einkasafnsins, Spildu og Kaffikorgsfjallinu. Þvi að lífið stoppar ekki, hvað sem öllum hégóma líður. - The artists Aðalheiður S. Eisteinsdóttir, Arna G. Valsdóttir and Hrafnkell Sigurðsson have stayed and exhibited in the Private Museum this summer. Arna opened her show on June 27th, and this Sunday was the last day Aðalheiður Eysteinsdóttir's exhibition. It was a quite hectic all together, but particularly enjoyable. Aðalsteinn director of the Personal Collection Þórsson, also opened, together with Joris Rademaker and Þóra Sólveiga Bergsteinsdóttir the exhibition "Touch of nature" in Segull 67 in Siglufjörður last friday. The exhibition runs until August 16th. Here is a new video on Vímeo showing the performance RIS from A! performance festival, October 12th 2019. This video is a part of Aðalstein´s work at Segull 67.https://vimeo.com/steinithorsson. The pictures show on the other hand the basic activities of Personal Collection, Spilda and Coffee-grounds mountain. Because life does not stop, or care about vanities.

Vef 4707
Vef 4709
Vef 4715
Vef 4714