Vef 5684

„Á milli heima“

Helgina 27.- 28. febrúar sýndu Arna G. Valsdóttir og Aðalsteinn Þórsson vídeóverk á vegum Vídeólistahátíðarinnar Heim. Arna hefur haldið Vídeólistahátíðina Heim að heimili sínu frá árinu 2015, oft í samfloti við hina árlegu A! gjörningahátíð. Hátíðin Heim bauð Aðalsteini Þórssyni að flytja verk sitt, vinnustofu og sýningarstað Einkasafnið heim til Örnu G. Valsdóttur í formi myndbandsverka. Sýningin hlaut nafnið Á milli heima. Einkasafnið: Aðalsteinn hefur á undanförnum árum byggt upp aðstöðu fyrir langtímaverkefni sitt Einkasafnið í landi Kristness í Eyjafjarðarsveit. Arna hefur frá upphafi gert kvikmyndatökur af starfi starf hans og munu þau sameinast um að vinna með þessi myndbönd á útveggjum Vanabyggðar 3. Þetta getur skapað ákaflega heillandi heim þar sem þessi tækni getur flutt einn heim inn í annan. Verkið verður unnið í sterkum tengslum við arkitektúr hússins og spennandi að sjá “skúr” í sveitum Eyjafjarðar verða að stæðilegu húsi á Akureyri og öfugt. Sýningin var unnin í samvinnu við Exton og styrkt af Menningarsjóði Akureyrar. Bæði eiga þau Aðalsteinn og Arna langan feril í myndlist. Þau leiða hér saman hesta sína í fyrsta skipti í sameiginlegu verki. Bæði stunduðu þau framhaldsnám í myndlist í Hollandi og hafa sýnt víða. - On the weekend of February 27-28, Arna G. Valsdóttir and Aðalsteinn Þórsson showed video works organized by the Video Art Festival Heim. Arna has held the Video Art Festival Heim at her home since 2015, often in conjunction with the annual A! performance festival in Akureyri. The Heim festival invited Aðalsteinn Þórsson (Steini Thorsson) to transfer his work, studio and exhibition space Einkasafnið home to Arna G. Valsdóttir in the form of video works. The exhibition was named Between Worlds (Á milli heima). The Personal collection (Einkasafnið): In recent years, Aðalsteinn has built facilities for his long-term project, The Personal Collection in the land of Kristnes in Eyjafjarðarsveit. Arna has documented his work from the beginning, and the work on the walls of Vanabyggð 3 is their combined effort. Wich created a fascinating whole where by means technology, „one world moved into another“. The work was done in strong connection with the architecture of the two houses and it was exciting to see a "shed" in the countryside of Eyjafjörður become a stately house in Akureyri and vice versa. The exhibition was sponsored by the Akureyri Cultural Fund. Both Aðalsteinn and Arna have a long careers in art. Here they join forces for the first time in a coperative work. Both Aðalsteinn and Arna studied art in the Netherlands and have exhibited widely.

Vef 5664
Vef 5677
Vef 5672
Vef 5663
Vef 5667
Vef 5654